Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi voru kallaðir út um sjöleytið í kvöld eftir að eldur kviknaði í pallbíl á bílastæði við Austurveg á Selfossi.
„Þetta var minniháttar eldur og bíllinn virðist ekki hafa skemmst mikið, það mallaði eitthvað undir honum, við sjálfskiptinguna, og gekk vel að slökkva,“ sagði Halldór Ásgeirsson, aðalvarðstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við sunnlenska.is.

