Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi voru kallaðir að athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi um klukkan hálf tólf í kvöld eftir að eldur kviknaði í kurlara.
„Það gekk fljótt og vel að slökkva í þessu. Þetta er trjákurlari sem var í notkun í dag eða gær og það hefur leynst glóð í honum,“ sagði Halldór Ásgeirsson, aðalvarðstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við sunnlenska.is. „Eldurinn var bundinn við þessa vél og breiddist ekki út.“
Mikill svartur reykur barst frá eldinum en slökkviliðsmenn voru fljótir af staðinn og lauk slökkvistarfinu á um fimmtán mínútum.

