Eldur kviknaði frá reykröri

Ljósmynd/Brunavarnir Rangárvallasýslu

Eldur kom upp í þaki íbúðarhúss í Rangárvallasýslu í gær. Brunavarnir Rangárvallasýslu komu á vettvang og rufu þakið og slökktu í glæðum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi leikur grunur á að eldsupptök megi rekja til frágangs við reykrör frá kamínu en málið er í rannsókn.

Fyrri greinMissti fingur í vinnuslysi
Næsta greinStór bólusetningarvika framundan