Eldur kviknaði í stjórnborði uppþvottavélar

Laust eftir klukkan níu á laugardagskvöld fékk Neyðarlínan boð um eld í sumarhúsi í landi Svínavatns í Grímsnesi. Þar hafði eldur kviknað í uppþvottavél.

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Laugarvatni voru sendir á staðinn en þegar þeir komu á vettvang voru húsráðendur þegar búnir að slökkva eldinn með slökkvitæki. Slökkviliðsmenn aðstoðuðu við reykræstingu og gengu úr skugga um að hvergi leyndist glóð svo fólk gæti dvalist áfram í húsinu.

Eldurinn virðist hafa kviknað út frá stjórnborði vélarinnar en útköll af þessu tagi eru ekki einsdæmi hjá Brunavörnum Árnessýslu. Í frétt frá BÁ segir að það sé vert fyrir fólk að huga að þessum málum í húsum sínum.

Fyrri greinEinstaklega vel heppnuð afmælisveisla
Næsta greinFriðarhlaupið á ferð um Suðurland