Eldur kviknaði í þurrkara

Eldur kom upp í parhúsi á Selfossi á sjöunda tímanum í gærkvöldi og voru slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi boðaðir á vettvang.

Eldurinn hafði kviknað í þurrkara í annarri íbúðinni en húsráðendum hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang.

Talsvert var af reyk og sóti í íbúðinni og aðstoðuðu slökkviliðsmenn húsráðendur við að reykræsta.

Fyrri greinGlæsileg dagskrá á forvarnardegi í Árborg
Næsta greinViðreisn þorir, þorir þú?