Eldur komst í pappaklæðningu

Um hádegi í gær, sunnudag, var slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Flúðum kallað að Hótel Flúðum.

Þar var verið að brenna gróður á milli gangstéttarhellna er eldur komst í pappaklæðningu.

Slökkviliðsmenn náðu að slökkva eldinn og reyndist tjónið vera óverulegt.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 6/2015 – Úrslit
Næsta greinDagbók lögreglu: Hraðskreiðum ferðamönnum fjölgar