Eldur í vöruskemmu hjá MS

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi fékk tilkynningu um eld og mikinn reyk í mjólkurbúi MS á Selfossi kl. 15:37 í dag.

Iðnaðarmenn voru að sjóða saman rör í vöruskemmu þegar eldurinn kom upp og hringdu þeir í Neyðarlínuna þegar tilraun til að slökkva með slökkvitækjum gekk ekki upp.

Eldurinn náði ekki að breiða úr sér og gekk slökkviliðinu vel að ráða niðurlögum hans en töluverða stund tók að reykræsta.

Eldsvoðinn hafði ekki nein áhrif á vinnslu í mjólkurbúinu.

Fyrri greinVel heppnað námskeið hjá Dagnýju
Næsta greinÁrborg upp í efri hlutann