Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu í Árnesi voru kallaðir út í hádeginu í dag eftir að eldur kom upp í dráttarvél á Þjórsárdalsvegi við Sámsstaðamúla, skammt frá Búrfelli.
„Þetta virðist hafa verið minniháttar bruni og ökumaðurinn slapp ómeiddur,“ sagði Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri í samtali við sunnlenska.is.

