Eldur í sumarhúsi í Rangárþingi

Eld­ur kom upp í sum­ar­bú­stað skammt frá Hellu um klukkan 1 í nótt. Eld­ur­inn kviknaði út frá ar­in­ofni og barst í timb­urklæðningu húss­ins.

Viðbragðsaðilar voru fljót­ir á staðinn og gekk vel að ráða niður­lög­um elds­ins. Þó nokk­urt tjón varð á hús­inu bæði vegna elds­ins og þess vatns­magns sem þurfti til þess að slökkva eld­inn.

Fólk var í hús­inu þegar eld­ur­inn kom upp en eng­an sakaði og vel tókst að rýma húsið.

mbl.is greinir frá þessu

Fyrri greinÆgir jafnaði í blálokin
Næsta greinGestirnir skoruðu fimm mörk