Eldur í sumarhúsi í Miðhúsaskógi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Laugarvatni og í Reykholti slökkti eld sem kom upp í sumarbústað í Miðhúsaskógi laust eftir miðnætti í nótt.

Boð um eldinn barst kl. 00:14 en þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var lítill eldur í húsinu en talsvert mikill reykur.

Tvennt var í húsinu og náði fólkið að koma sér út og varð ekki meint af.

Bústaðurinn var reykræstur og slökkt í glæðum en lögreglan á Suðurlandi rannsakar upptök eldsins.

Fyrri greinMjótt á mununum á Hornafirði
Næsta greinKarfan lokaðist í lokin