Eldur í spenni á Nesjavöllum

Slökkviliðsmenn á Nesjavöllum í morgun. Ljósmynd/BÁ

Töluvert viðbragð var hjá Brunavörnum Árnessýslu klukkan 10:03 í morgun þegar boð bárust um að eldur væri í spenni í Nesjavallavirkjun.

Betur fór en á horfðist og höfðu starfsmenn Orku náttúrunnar ráðið niðurlögum eldsins áður en slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu komu á staðinn. Slökkviliðsmenn skoðuðu húsnæðið og gengu úr skugga um að ekki væri hætta á að eldurinn tæki sig upp aftur.

Tjón vegna eldsins var minniháttar miðað við aðstæður og virðist einungis spennirinn vera skemmdur eftir brunann.

Fyrri greinHSU og Eyvindur endurnýja samstarfssamning
Næsta greinAfsláttur í Raufarhólshelli á alþjóðlegum degi hella