Eldur í spæni á gámasvæðinu

Frá slökkvistarfinu í kvöld. Ljósmynd/sunnlenska.is

Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu á Selfossi voru kallaðir að gámasvæðinu við Hrísmýri á Selfossi í kvöld þar sem kviknað hafði í trjákurli og spæni.

Slökkvistarfið tók rúmar tvær klukkustundir og var meðal annars notast við vinnuvél af svæðinu til að moka upp efni auk þess sem kallaður var til tankbíll frá BÁ í Hveragerði. Átta slökkviliðsmenn unnu að slökkvistarfinu, sem gekk vel þó að það væri nokkuð seinlegt að komast fyrir glóðir sem leyndust í spæninum.

Fyrri greinÖruggt hjá KFR – Uppsveitir töpuðu
Næsta grein„Tengslin við náttúruna eru að rofna en áhuginn er til staðar“