Eldur í skjólvegg í Þorlákshöfn

Um kvöldmatarleitið síðastliðinn sunnudag fengu Brunavarnir Árnessýslu í Þorlákshöfn tilkynningu um eld í skjólvegg við íbúðarhús í bænum.

Þegar slökkviliðið kom á vettvang höfðu húsráðendur náð að slökkva eldinn með því að sprauta á hann vatni úr garðslöngu. Slökkviliðsmenn kældu vegginn og gengu úr skugga um að engar glæður væru eftir.

Líklegt er talið að eldsupptök megi rekja til sígarettu í öskubakka á pallinum.

Fyrri greinKynningarfundur í Sigtúnsgarðinum
Næsta greinGústafssynir sigruðu á minningarmóti Gunnars Jóns