Eldur í sinu við Mástunguveg

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu í Árnesi voru kallaðir út um klukkan hálfeitt í dag vegna sinuelds við Mástunguveg í Gnúpverjahreppi.

„Þetta er töluvert svæði sem brann þarna í lággróðri og sinu. Það voru engin mannvirki í hættu,“ sagði Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkvistjóri, í samtali við sunnlenska.is.

Buggybíll frá BÁ á Selfossi var einnig kallaður á vettvang ásamt björgunarsveitarfólki frá Ingunni á Laugarvatni sem kom á staðinn með dróna.

„Það er frábært að fá drónann í svona verkefni, hann er fljótur að kanna svæðið og þá fáum við fljótt mjög góða yfirsýn yfir verkefnið. Drónarnir hafa nýst okkur vel, við höfum æft töluvert með björgunarsveitunum og þetta léttir okkur vinnuna í svona útköllum,“ segir Lárus ennfremur.

Þetta er annar gróðureldurinn í umdæmi Brunavarna Árnessýslu um helgina enda mikill þurrkur og hiti og vill Lárus brýna fyrir fólki að fara sérstaklega varlega með eld við þessar aðstæður.

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Fyrri greinKýrnar aldrei farið jafn snemma út í sumarið
Næsta greinKFR byrjar á sigri