Fréttir Eldur í sinu við Lækjarmót 13. maí 2010 16:25 Slökkviliðið á Selfossi var kallað að Lækjarmótum í Sandvíkurhreppi um kl. 16 í dag þar sem sina brann á litlu svæði. Slökkvistarf gekk hratt fyrir sig enda svæðið sem brann ekki stórt og afmarkað skurðum undan vindi.