Eldur í sinu á Selfossi

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu slökktu í kvöld sinueld sem kveiktur var við Langholt, austan við Fjallið eina á Selfossi í kvöld.

Tilkynning um eldinn barst á áttunda tímanum í kvöld og gekk slökkvistarf vel fyrir sig.

Tæpir fimmhundruð fermetrar lands brunnu þarna en talsverður trjágróður er á þessu svæði sem er útivistarsvæði inni í miðjum bænum.