Eldur í SET

Eldur hefur komið upp í skemmu á athafnasvæði röraverksmiðjunnar SET við Gagnheiðina á Selfossi.

Mikill eldur er í húsinu og svartan reyk leggur yfir alla Gagnheiðina. Neyðarlínunni barst tilkynning um eldinn um klukkan 12:50.

Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Árnessýslu hefur verið kallað út. Í húsinu er geymsla og vinnsla á járn- og plaströrum.

Mikill eldur er í húsinu og leggur slökkviliðið mesta áherslu á að bjarga nærliggjandi húsum.

Fyrri greinÞurfa að koma lóðum í nýtingu
Næsta greinLeikskólinn Jötunheimar rýmdur