Eldur í Selós á Selfossi

Eldur er í laus í trésmíðaverkstæðinu Selós á Selfossi. Tilkynnt var um eldsvoða um klukkan tíu í kvöld.

Allt lið slökkviliðs Árnessýslu og lögreglan á Selfossi er að berjast við eldinn en mikill eldsmatur er í húsinu sem er við Eyrarveg. Ekki er vitað um upptök eldsins að svo stöddu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Slökkvilið Árnessýslu hefur óskað eftir aðstoð við að slökkva eldinn.