Eldur í saunaklefa

Eldur kom upp í saunaklefa í íþróttahúsi Þorlákshafnar um klukkan hálf fjögur í gærdag. Lögreglumenn sem voru fyrstir á staðinn náðu að slökkva eldinn með handslökkvitæki, þannig að um minniháttar eld var að ræða.

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn fóru á vettvang og leituðu af sér allan grun um glóð í veggjum með hitamyndavél og reykræstu síðan húsið.

Fyrri greinSverrir Haukur ráðinn varaslökkviliðsstjóri
Næsta greinHópslagsmál í hesthúsahverfinu