Eldur í rusli við Sunnulækjarskóla

Ruslaskýlið er stórskemmt eftir eldinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað að Sunnulækjarskóla á Selfossi kl. 2:04 í nótt þar sem eldur logaði í ruslatunnu.

Eldurinn læsti sig í girðingu sem umlykur ruslatunnurnar og er hún ónýt að hluta eftir bálið. Ruslageymslan stendur ekki uppvið húsvegg, svo ekki var teljandi hætta á að eldur bærist í skólabygginguna.

Slökkviliðsmönnum gekk vel að slökkva eldinn. Eldsupptök liggja ekki fyrir en leiða má líkur til þess að um íkveikju sé að ræða.