Eldur í rusli við Sunnulækjarskóla

Ruslaskýlið er stórskemmt eftir eldinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað að Sunnulækjarskóla á Selfossi kl. 2:04 í nótt þar sem eldur logaði í ruslatunnu.

Eldurinn læsti sig í girðingu sem umlykur ruslatunnurnar og er hún ónýt að hluta eftir bálið. Ruslageymslan stendur ekki uppvið húsvegg, svo ekki var teljandi hætta á að eldur bærist í skólabygginguna.

Slökkviliðsmönnum gekk vel að slökkva eldinn. Eldsupptök liggja ekki fyrir en leiða má líkur til þess að um íkveikju sé að ræða.

Fyrri greinÖruggur sigur Árborgar
Næsta greinÆfðu með úrvalshópi FRÍ