Eldur í rusli við Húsasmiðjuna

Vegfarandi tilkynnti um eld í rusli í portinu á bakvið Húsasmiðjuna á Selfossi laust eftir klukkan eitt í dag. Þar hafði einhver kveikt í laufblöðum í ruslahrúgu.

Lögreglumenn voru fljótir á vettvang og slökktu eldinn með skóflu. Slökkviliðsmenn sprautuðu vatni á glæðurnar til þess að koma í veg fyrir að eldurinn tæki sig upp aftur.