Eldur í rúlluvél

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað að bæ í Flóahreppi um klukkan 18 í kvöld þar sem eldur hafði komið upp í rúllubindivél.

Vel gekk að slökkva eldinn en talsverður eldur var í vélinni og tjónið á henni mikið.

Talið er að glussaslanga hafi gefið sig en vélin var í notkun þegar eldurinn kom upp.

Fyrri grein„Höldum okkur á jörðinni“
Næsta greinMalbikunarframkvæmdir við Selfoss