Eldur í rafmagnskassa

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað að Olís á Arnbergi á sjötta tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í rafmagnskassa gegnt bensínstöðinni við Suðurlandsveg.

Eldsúlan stóð uppúr kassanum þegar slökkviliðið kom á vettvang en fljótlega sló eldinum niður og ekki þótti ráðlegt að ráðast á hann með vatni, til þess að auðvelda viðgerð á kassanum.

Rafmagn fór af Olísstöðinni og var hún lokuð í rúman klukkutíma á meðan viðgerð stóð yfir.