Eldur í Nytjamarkaðnum

Nytjamarkaðurinn á Selfossi. Ljósmynd/Jóhanna SH

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi voru kallaðir að Nytjamarkaðnum við Eyrarveg á Selfossi á hádegi í dag eftir að eldur kviknaði í versluninni.

Eldurinn kom upp í fatahrúgu inni í miðri búð en starfsfólki tókst að slökkva áður en slökkviliðið kom á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi björguðu snör viðbrögð starfsmanna því að ekki fór verr.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar eldsupptökin en samkvæmt tilkynningu frá Nytjamarkaðnum verður verslunin lokuð í dag.

Fyrri greinSöfnuðu 420 þúsund krónum fyrir SÁÁ
Næsta greinVerslun Bónus á Selfossi stækkar