Eldur í mosa á Ingólfsfjalli

Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynningu um eld í mosa á Ingólfsfjalli kl. 17:38 í dag. Fjórir slökkviliðsmenn héldu á fjallið og slökktu eldinn.

Um 40-50 fermetrar brunnu en slökkviliðsmennirnir héldu á fjallið með klöppur og gekk vel að slökkva í mosanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu vegna brunans en ekki kom til þess að hún væri kölluð út.

Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri, segir á mbl.is að hægt sé að slá því föstu að eldurinn hafi kviknað vegna þess að einhver hafi farið óvarlega með eld.