Eldur í Meitlinum

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu frá Þorlákshöfn og Hveragerði ásamt stigabíl frá Selfossi var kallað að gamla Meitilshúsinu í Þorlákshöfn klukkan 20:14 í kvöld eftir að eldur kom upp í húsinu.

Þar logaði eldur á miðhæð hússins, sem er stór þriggja hæða bygging. Vel gekk að slökkva eldinn en mikill reykur var í húsinu og stóð vinna við reykræstingu fram eftir kvöldi.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar eldsupptök en Meitillinn er að mestu nýttur sem geymsluhúsnæði í dag.

Fyrri greinKristinn Sölvi með þrennu í óvæntum sigri Árborgar
Næsta greinJónsmessuganga á Ingólfsfjall