Eldur í klefa á Litla-Hrauni

Á fimmtudag voru Brunavarnir Árnessýslu kallaðar út vegna elds í klefa á Litla-Hrauni. Fangaverðir náðu með skjótum og réttum viðbrögðum að slökkva eldinn.

Dælubíll og varðstjóri frá slökkviliðinu á Selfossi fóru á staðinn til að reykræsta og tryggja að engar glæður væru enn til staðar.

Fyrir sumarfrí voru Brunavarnir Árnessýslu með æfingu á Litla Hrauni þar sem æfð voru viðbrögð fangavarða og Brunavarna Árnessýslu ef upp kæmi eldur í fangelsinu. Í tilkynningu frá BÁ segir að telja megi að sú æfing hafi skilað sér í þessu tilfelli.

Fyrri greinFíkniefni finnast á víðavangi
Næsta greinFimm manns bjargað við Þjórsárósa