Eldur í klæðningu hjá MS

Slökkviliðið á leið á vettvang í morgun. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað að starfsstöð Mjólkursamsölunnar á Selfossi klukkan hálf ellefu í morgun eftir að eldur kviknaði í klæðningu smiðjuhúss á lóð MS við Austurveg.

Að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra, voru menn að nota eld til að eyða gróðri og hljóp logi í klæðningu hússins.

Mikið viðbragð var hjá slökkviliði og sjúkraflutningamönnum vegna þessa en þegar á hólminn var komið reyndist um lítið tjón að ræða og starfsmenn MS höfðu náð að slökkva eldinn að mestu.

Fyrri greinTel mig vera ættleiddan frá suðrænni slóðum en Ölfusinu
Næsta greinSigríður og Hilmar ráðin skólastjórar