Eldur í kertaskreytingu

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði var kallað út laust fyrir klukkan tvö í nótt eftir að eldur kom upp í sambýlinu við Birkimörk.

Þar hafði kviknað í kertaskreytingu en eldurinn náði ekki að breiðast út og var búið að slökkva hann þegar slökkvilið bar að garði.

Slökkviliðsmennirnir reykræstu húsnæðið.