Eldur í íbúðargámi

Eldur kom upp í íbúðargámi við Sigtún á Selfossi rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Ekki var ljóst hvort einhver væri inni í gámnum þegar að slökkviliðinu bárust boð um eldinn.

Enginn reyndist vera í gámnum og sást til íbúa hans í nærliggjandi götu þegar leið á slökkvistarfið.

Slökkvistarf gekk greiðlega en gámurinn er ónýtur til þess brúks sem hann hefur áður gegnt.

Óvíst er um eldsupptök að svo stöddu.