Eldur í húsi á Eyrarbakka

Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Háeyrarvelli á Eyrarbakka rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Mikill reykur var í húsinu en búið er að slökkva eldinn og verið er að reykræsta húsið.

Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en Neyðarlínan fékk tilkynningu kl. 10:48 í morgun um að húsið væri fullt af reyk. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi fór á vettvang ásamt lögreglu og sjúkraliði.

Við fyrstu sýn er talið að eldurinn hafi kviknað út frá þvottavél en vettvangsannsókn hefst um leið og slökkvistarfi lýkur.

Fyrri greinBlómagarðurinn, garður áhugamannsins
Næsta greinKanína fipaði ökumanninn