Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10:00 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni.

Eldurinn kviknaði í húsbíl og pallavirki sem byggt hafði verið í kringum hann.

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu eru á staðnum og telja sig vera búna að ná tökum á eldinum en talsverð hætta er á útbreiðslu elds í skóglendið sem þarna er í kring.

Talsvert lið slökkviliðsmanna og búnaðar er þá enn á leiðinni á staðinn.

Fyrri greinSlæm byrjun hjá Hamri
Næsta greinSkordýrahótel og pödduhíbýli í listasafninu