Eldur í gaskút í Þorlákshöfn

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkviliðsmenn í Þorlákshöfn voru kallaðir út kl. 11:29 í morgun eftir að eldur kviknaði í 9 kílógramma gaskút hjá Jarðefnaiðnaði í Þorlákshöfn.

Verið var að brenna illgresi en svo virðist sem pakkning í gaskútnum hafi bilað svo að eldur kviknaði í honum. Eldurinn barst í gúmmímottu undir vikri og varð töluverður svartur reykur af en slökkvistarf gekk vel og tók stutta stund.