Eldur í flutningabíl

Slökkvilið BÁ í Þorlákshöfn fékk tilkynningu um eld í hænsnaflutningabíl á Suðurstrandarvegi laust eftir klukkan hálfníu í kvöld.

Fjölmennt lið úr Þorlákshöfn fór á vettvang á tveimur bílum, ásamt lögreglu, en flutningabíllinn var rétt austan við Selvog. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var eldurinn slökknaður.

Ökumaður bílsins hafði orðið var við eld og reyk og stöðvaði hann bílinn samstundis. Upptök eldsins eru ókunn.

Fyrri greinRúmlega 500 skjálftar undir Mýrdalsjökli
Næsta greinHamar tapaði í háspennuleik