Eldur í flutningabíl

Slökkvilið BÁ í Þorlákshöfn fékk tilkynningu um eld í hænsnaflutningabíl á Suðurstrandarvegi laust eftir klukkan hálfníu í kvöld.

Fjölmennt lið úr Þorlákshöfn fór á vettvang á tveimur bílum, ásamt lögreglu, en flutningabíllinn var rétt austan við Selvog. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var eldurinn slökknaður.

Ökumaður bílsins hafði orðið var við eld og reyk og stöðvaði hann bílinn samstundis. Upptök eldsins eru ókunn.