Eldur í dráttarvél í Selvoginum

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn brugðust við útkalli rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi þar sem kviknað hafði í dráttarvél í Selvogi.

Þarna höfðu menn verið að vinna við heyskap og var vélin í fullri vinnslu þegar að eldurinn kom upp. Ekki reyndist mögulegt að forða dráttarvélinni frá tjóni og er hún mikið skemmd.

Talið er að kviknað hafi í út frá vélbúnaði.