Eldur í bústað við Þingvallavatn

Eldur kviknaði í sumarbústað í landi Miðfells við Þingvallavatn laust fyrir klukkan níu í kvöld. Húsráðandi náði að slökkva áður en slökkviliðsmenn mættu á vettvang.

Eldurinn kviknaði í gufubaðsskúr sem er áfastur sumarhúsinu en samkvæmt heimildum sunnlenska.is er talið að hann hafi kviknað út frá kamínu.

Ekki varð teljandi tjón á húsinu og má þakka það snarræði húsráðandans. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Laugarvatni voru fyrstir á vettvang en einnig var kallaður mannskapur frá Selfossi auk þess sem sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á staðinn.

Fyrri greinStór skriða féll í Dyrhólaey
Næsta greinHrafnhildur Hanna og Guðjón leikmenn ársins