Eldur í bílskúr á Selfossi

Eldur kom upp í lítilli íbúð í bílskúr við Baugstjörn á Selfossi um klukkan tíu í morgun.

Bréfberi varð var við reyk frá bílskúrnum og gerði Neyðarlínunni viðvart og hleypti síðan út hundi sem var í íbúðinni. Reykkafarar fóru inn í skúrinn, sem var mannlaus, og slökktu eld inni í honum.

Töluverður reykur var í rýminu en slökkviliðsmenn reykræstu það og vinnur rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi nú að því að rannsaka eldsupptök. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagni.

eldur_baugstjorn35_170412gk_002_721200626.jpg
Íbúðin var reykræst en töluverður reykur var inni í henni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrri greinLandslagsfantasíur Ogga á bókasafninu
Næsta greinMikil vonbrigði með stefnu ríkisstjórnarinnar