Eldur í bílskúr á Selfossi

Neyðarlínan fékk tilkynningu um eld í bílskúr í parhúsi við Tjaldhóla á Selfossi um klukkan hálffjögur í dag.

Eldurinn kviknaði í geymslu inn af bílskúr og varð töluvert tjón í geymslunni auk þess sem reykur barst inn í íbúðarhúsið.

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu voru kallaðir á vettvang, ásamt lögreglu og sjúkraliði. Að sögn varðstjóra hjá BÁ gekk slökkvistarfið greiðlega.

Eldsupptök eru ókunn en lögreglan á Suðurlandi hefur málið til rannsóknar.

Fyrri greinStarfsmenn framvísi sakavottorði
Næsta greinÖruggur heimasigur gegn botnliðinu