Eldur í bíl

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kvatt að Engjavegi á Selfossi í kvöld þar sem eldur hafði komið upp í kyrrstæðum sendibíl.

Þegar slökkviliðið kom á staðinn var þó aðeins um glóð og neistaflug að ræða en eldur hafði kviknað í alternator bílsins.

Vél bílsins var ekki í gangi þegar eldurinn kom upp þannig að líklega hefur orðið útleiðsla í rafkerfi bílsins.

Fyrri greinRagnar með 15 mörk í tapleik
Næsta grein„Lítill munur á liðunum“