Eldur í bíl við Sunnumörk

Eldur kom upp í fólksbifreið á bílastæðinu við verslunarmiðstöðina Sunnumörk í Hveragerði um klukkan hálftólf í gærkvöldi.

Slökkviliðið í Hveragerði fór á vettvang og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins.

Eldsupptök eru ókunn en eigandi bílsins var að vinna í honum þegar eldurinn kviknaði. Engan sakaði en bifreiðin er ónýt.

Fyrri greinSelfoss og Árborg töpuðu
Næsta greinGrýlupottahlaup 1/2013 – Úrslit