Eldur í bíl á Selfossi

Eldur kviknaði í jeppabifreið við Tryggvagötu á Selfossi um klukkan 16:20 í dag.

Eldurinn virðist hafa komið upp í mælaborði bifreiðarinnar en lögreglumenn sem voru fyrstir á vettvang slökktu eldinn með slökkvitæki.

Slökkviliðið á Selfossi var einnig kallað út en þegar það mætti á staðinn var búið að ráða niðurlögum eldsins. Engin meiðsl urðu á fólki.

Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins.