Eldur í bíl á Selfossi

Slökkviliðsmenn voru fljótir að slökkva eldinn í bílnum. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynningu um klukkan þrjú í nótt um eld í fólksbíl á mótum Suðurlandsvegar og Hrísmýrar á Selfossi.

Slökkvistarf gekk vel og enginn slasaðist í eldinum en bíllinn er ónýtur.

Eldsupptök eru óljós en lögreglan á Suðurlandi rannsakar þau. Bíllinn var ekki á númerum og hafði verið ekið þannig um götur bæjarins áður en það kviknaði í honum.

Svona var aðkoman á vettvangi í nótt. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Fyrri greinFramboðslisti T-listans samþykktur
Næsta greinLóreley gefur kost á sér í 4. sætið