Eldur í bíl á Selfossi

Eldur kom upp í fólksbíl í Múlatorgi á Selfossi á tíunda tímanum í kvöld. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi réð niðurlögum eldsins.

Ökumaður bílsins varð var við lykt og reyk þar sem hann var staddur í Múlatorgi á leið heim úr vinnu. Hann stöðvaði bílinn fyrir aftan Árvirkjann og þegar hann opnaði vélarhlífina var eldur í mótornum.

Slökkviliðsmenn voru snöggir á vettvang og slökktu eldinn en bíllinn er töluvert skemmdur.

Fyrri greinÍs fyrir milljarð
Næsta greinBjörguðu hesti sem var frosinn fastur