Eldur blossaði upp í rafmagnstöflu

Maður brenndist í andliti þegar eldur blossaði upp í rafmagnstöflu sem hann var að vinna við í Laugarási síðastliðinn föstudag.

Maðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina í Laugarási þar sem læknir gerði að sárum hans.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi en Vinnueftirlit og Mannvirkjastofnun koma einnig að rannsókninni.

Fyrri greinJafntefli á jafntefli ofan
Næsta greinSparkaði í andlit lögreglumanns