Eldur á Gullfosskaffi

Í síðustu viku kviknaði eldur í plastruslafötu sem stóð við bakdyr Gullfosskaffi við Gullfoss.

Eldurinn kom upp að nóttu til og voru starfsmenn sofandi í húsinu en einn þeirra vaknaði og fann reykjarþef.

Eldurinn hafði þá breiðst út í útihurðina en starfsmenn náðu að slökkva eldinn og ekki þurfti að kalla eftir frekari aðstoð.

Eldsupptökin eru líklegast þau að logandi vindlingi hafi verið hent í rusladall sem var framan við dyrnar.

Fyrri greinSelfoss fær FH í bikarnum
Næsta greinBensínið ódýrast á Selfossi