Eldur á bílaverkstæði í Hveragerði

Neyðarlínan fékk boð um eld á bílaverkstæði við Austurmörk í Hveragerði rétt fyrir klukkan fimm í dag.

Þar hafði kviknað eldur í bíl inni á verkstæðinu. Verið var að logskera bretti á bílnum þegar eldur hljóp í klæðningu. Einn var í húsinu og tókst honum að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang.

Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði reykræstu húsnæðið og ekki urðu teljandi skemmdir af völdum eldsins.

Fyrri greinBílvelta í Kömbunum
Næsta greinHörmulegar lokamínútur hjá Hamri