Eldsupptökin ókunn

Eldsupptök í iðnaðarhúsnæðinu á Brekku í Biskupstungum í síðustu viku eru enn ókunn. Rannsóknarlögreglumenn frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sáu um tæknirannsókn á vettvangi.

Eldsins varð vart um klukkan tvö eftir hádegi á miðvikudag og breiddist hratt út svo lítt varð við ráðið eftir að slökkvilið kom á staðinn.

Margir gaskútar voru inni í skemmunni sem sprungu hver á fætur öðrum og þurftu viðbragðsaðilar að gæta fyllsta öryggis við slökkvistarfið.

Fyrri greinÓvenju margir undir áhrifum
Næsta greinList án landamæra hjá VISS