Eldsupptökin í rafmagnstöflu

Klukkan 21:54 var lögreglunni á Suðurlandi tilkynnt um eld í garðyrkjustöð við Gróðurmörk í Hveragerði. Slökkvilið var kallað á vettvang og slökkvistarfi lauk um klukkan hálf eitt í nótt.

Rannsókn lögreglu og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að eldsupptakastaður er í eða við rafmagnstöflu hússins og hefur rafmagnstaflan nú verið tekin til frekari rannsóknar eins og venja er þegar um rafmagnsbruna er að ræða.

Garðyrkjustöðin er 3.000 fermetrar og þar eru ræktaðar rósir undir raflýsingu. Er slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu logaði eldur í tengibygginu í miðri garðyrkjustöðinni og voru öll gróðurhúsin full af reyk.

TENGDAR FRÉTTIR:
Mikið tjón í garðyrkjustöð í Hveragerði

Fyrri greinHengilsfólk náði góðum árangri á Þrekmótaröðinni
Næsta greinSveitarfélagið mögulega skaðabótaskylt