Eldsupptök líklega frá rafmagni

Ennþá logar eldur á athafnasvæði SET en hann magnaðist töluvert eftir að veggklæðning var rofin á vesturvegg skemmunnar.

Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp þar sem starfsmenn voru í mat. Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri SET, sagði í samtali við sunnlenska.is að menn hafi orðið varir við rafmagnstruflanir í hádeginu, áður en eldsins varð vart. Því megi telja líklegt að eldsupptök hafi verið út frá rafmagni.

Húsnæðið sem brennur er notað sem geymsla að hluta og er töluvert af eldfimum efnum þar, en þó ekki plaströrum. Einnig eru sandblásturvélar og járnarör í húsinu.

Fyrri greinLeikskólinn Jötunheimar rýmdur
Næsta greinLögðu áherslu á að bjarga næstu húsum