Eldsupptök líklega frá rafmagni

Vaskleg framganga slökkviliðsmanna kom í veg fyrir stórbruna og mikið eignatjón, þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Hrísmýri á Selfossi um miðjan dag í gær.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi.

Vegfarandi tilkynnti um eldinn á fjórða tímanum í gær en slökkvistarf gekk vel og tókst að koma í veg fyrir mikið eignatjón.

Rannsóknarlögreglumenn frá tæknideild Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ásamt sérfræðingi Mannvirkjastofnunar hafa verið kallaðir til aðstoðar rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi til að rannsaka eldsupptök sem talin eru vera út frá rafmagni.

Fyrri greinNý verksmiðja Límtrés reist á Flúðum
Næsta greinSleginn með flösku í höfuðið